ÚTSALAN ER HAFIN - GERÐU FRÁBÆR KAUP!

Leita í vörulínu

    Þessi hluti inniheldur ekkert efni.

    Image caption appears here

    Þessi hluti inniheldur ekkert efni.

    Image caption appears here

    Add your deal, information or promotional text

    Þessi hluti inniheldur ekkert efni.

    Image caption appears here

    Add your deal, information or promotional text

    Add your deal, information or promotional text

    PO.P CARES

    UMHVERFISMÁL OG GÆÐI SKIPTA MÁLI

    Við veljum alltaf það besta fyrir börnin. Stefna okkar í umhverfismálum er að gera framleiðslu á barnafatnaði umhverfisvænni – því jörðin gengur í arf og það eiga fötin okkar líka að gera.

    Þess vegna höfum við síðan 1976 framleitt gæða fatnað sem endist lengi og fleiri nota. Slitsterkur fatnaður sem heldur sniði og gæðum. Þá þarft þú ekki að kaupa fleiri nýjar flíkur en nauðsynlegt er, sem sparar takmarkaðar auðlindir jarðar.

    Það er vegna þessa að við segjum „þrjú börn í hverri flík“. Það þýðir að við viljum að flíkin gangi í arf, barn eftir barn og notist af þremur börnum – að minnsta kosti! Í dag ganga 55% af öllum yfirhöfnum til amk þriggja barna. Í framtíðinni vonumst við til að svo verði um öll okkar föt.

    Við leggjum alltaf metnað okkar í að framleiða á eins umhverfisvænan hátt og mögulegt er, án þess að slá af okkar miklu gæðakröfum. Strax árið 1987 kynntum við fyrstu vöruna okkar úr lífrænni bómull og árið 2020 notumst við aðeins við lífræna bómull. Auk þess er rúmlega helmingur af bómullarflíkunum GOTS-vottaðar, sem þýðir enn meiri kröfur um lífræna framleiðslu og framleiðsluferli.

     

    En það er ekki nóg. Fataiðnaðurinn er einn af mestu mengunarvöldum heims.

    Sameiginlegar auðlindir okkar eru takmarkaðar og að framleiða eina flík krefst auðlinda eins og hrávöru, orku og vatns.  Það mikilvægasta sem við getum gert – sem hluti af fataiðnaðinum - er að framleiða færri flíkur. Sú þróun síðustu ára innan fataiðnaðarins að framleiða óstöðvandi flóð nýrra vara, leiðir til offramleiðslu og vörur sem ekki eru „nýjar“ eða fá ekki pláss í verslunum, enda á útsölu. Jafnvel hjá Polarn O. Pyret fer töluverður hluti á útsölu.

     

    Nú ætlum við að minnka framleiðslu okkar, leitast við að framleiða okkar vinsælu klassísku vörur og þær fá að lifa lengur í versluninni.

     

    VISSIR ÞÚ?

    Endurunnið polyamide í flíkunum okkar kemur úr fiskinetum.

    Endurunninn polyester kemur úr plastflöskum svokölluðum „PET“ flöskum.

    Hver flísjakki er gerður úr 13 endurunnum plastflöskum – það er 13 flöskum minna í hafið eða í landfyllingu.

    Að nota endurnnin efni sparar ekki aðeins auðlindir jarðar, það kemur líka í veg fyrir að þau endi í hafinu!

    Við erum stolt af því að stuðla að breyttum bómullariðnaði í heiminum...

    80% af okkar vörum er framleitt úr annað hvort GOTS, BCI vottuðum eða endurunnum efnum.

    100% af ungbarna linunni okkar er gerð úr lífrænni bómull.

    Þetta gerum við með því að greiða meira fyrir bómullina okkar.

    Hvað með útifötin?

    • Engin hættuleg efni
    • Endurunninn polyester
    • Framleitt fyrir 3 börn – að minnsta kosti
    • Primaloft í staðinn fyrir dún
    • Viðgerðarþjónusta
    • Merino ull frá viðurkenndum bændum

     

    CHOOSE QUALITY – MAKE IT LAST – PASS IT FORWARD